no image

Fylgja minningarsíðu

Bára Ingibjörg Vigfúsdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. maí 1921 - 2. mars 2007

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku mamma.

Betri móður er ekki hægt að hugsa sér. Ég og Villa systir ólumst upp á góðu heimili hjá þér og pabba og allir voru svo hjartanlega velkomnir til okkar. Allar útilegurnar þar sem þú sast á kollinum við að matbúa eða hita kakó eru mjög verðmætar minningar. Þér fannst alltaf mikilvægt að fjölskyldan og vinir hittust og eru afmælin hjá þér eftirminnileg. Barnabörnin eiga eftir að sakna kökuhúsanna sem þú bakaðir þegar þau áttu afmæli. Það er eins og þú sagðir, fjölskyldan er mikilvægust og það kemur dagur eftir þennan dag. Þú varst alltaf til í að hjálpa, hvort sem var að þvo, strauja eða við húsbygginguna. Það var mikil hjálp í því hvað þér fannst gaman í þvottahúsinu – "allt straujað". Ég sagði við þig að það væri líklega krumpað hjá englunum fyrst þeir væru að kalla á þig. Það hefur verið erfitt að vinna úr fráfalli Villu og svo er ekki nema rúmt ár síðan pabbi dó en alltaf varst þú sterk og hafðir fullt af krafti til að hugga aðra. Það er aðdáunarvert hvernig þú tókst því þegar þér var tilkynnt um veikindi þín og ákvaðst að nota tímann vel hjá okkur og viljum við þakka þér af allri einlægni það sem þú hefur gert fyrir okkur. Við vitum að það er búið að taka við þér með opnum örmum.

Bæta við leslista

Elsku Bára amma mín.

Ég er svo rík að hafa átt þig sem ömmu og hann Alla þinn sem afa. Við höfum sannarlega sýnt að það þarf ekki blóðbönd til að mynda og varðveita þann innilega og sérstaka kærleika sem ríkir á milli kynslóða innan sömu fjölskyldu. Þið voruð nágrannar foreldra minna á mínum æskuslóðum, og ég og mín systkini litum alltaf á ykkur sem ömmu okkar og afa. Þið sýnduð okkur ávallt óskipta ást og hlýju, og við máttum koma til ykkar þegar okkar langaði til eða þegar eitthvað bjátaði á. Ykkar óendanlega ást og hlýja laðaði okkur að, svo á milli okkar myndaðist einstakt samband sem ekki trosnaði öll þau ár sem síðan hafa liðið.

Bæta við leslista

Minning um Báru

Mér fannst hún Bára ávallt ódauðleg, því hún var svo full af orku og styrk, og geislaði ávallt af lífskrafti. Hún var sönn perla. Yndislegri manneskja er vandfundin. Hún Bára var ávallt jákvæð og bjartsýn, jafnvel þegar á móti blés. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst henni og fengið að hafa hana sem ömmu.

Bæta við leslista

Elsku Bára amma.

Mig langar svo til að fá að kveðja þig hér, elsku hjartans Bára amma mín, þar sem ég náði ekki að kveðja þig áður en þú fórst. Þú varst yndislegasta manneskja sem ég hef þekkt. Alltaf svo hress og kát þegar við hittumst og svo jákvæð, lífsglöð og krúttleg að mig langaði alltaf til að vera að knúsa þig og faðma þegar ég sá þig. Það er ótrúlegt að þú skulir vera farin, svona stutt á eftir Alla afa og henni Villu okkar sem fór langt fyrir aldur fram, því þið voruð svo stór hluti af lífi mínu frá því að ég var smástelpa í Stigahlíðinni. Margar góðar minningar á ég þaðan og er mér efst í huga þegar við Ollý systir fengum stundum að gista hjá ykkur yndislegu hjónum, og fengum þá að klæðast skósíðum náttkjólum og dýrindis hollenskum tréklossum af þeim systrum Gunnu og Villu, sem þá voru fluttar að heiman. Tilfinningin sem fór um lítinn kropp þá var að nú væri ég orðin prinsessa og var það ótrúlega ánægjuleg upplifun. Einnig verð ég að minnast á að þú tókst okkur systkinum, öllum fimm, alltaf opnum örmum þegar við kíktum í heimsókn og gafst okkur þá alltaf Cocoa Puffs, sem var munaðarvara í þá daga, og var með því besta sem við fengum og því var mjög vinsælt að fá að kíkja yfir til ykkar. Þessar minningar og margar aðrar, um þig og þína yndislegu fjölskyldu, mun ég varðveita í hjarta mínu og verður ykkar, sem farin eruð, sárt saknað.

Bæta við leslista

Elsku Gunna og fjölskylda.

Guð styrki ykkur og styðji.

Bæta við leslista

Minning um Báru

Hlátrasköll, háværar samræður þar sem hver talaði í kapp við annan, einkenndu afmælisveislur sem stór systkinahópur sem ólst upp á Bergstaðastrætinu, makar þeirra og fjölskyldur voru staðsett í. Þessar afmælisveislur voru margar á ári hverju, því öll systkinin og makar héldu upp á afmæli sín en eins og gengur og gerist hefur afmælunum og röddunum fækkað með árunum

Bæta við leslista

Minning um Báru

Bára og Alli heitinn voru einstakt fólk. Þau voru amma okkar og afi. Við vorum svo lánsöm að vera nágrannar þeirra þegar við slitum barnskónum, og án þeirra hefðum við aldrei þekkt þá blessun að eiga ömmu og afa. Okkar blóðtengdu ömmur og afar höfðu kvatt þennan heim þegar við litum dagsins ljós, en Bára og Alli gengu okkur í ömmu og afa stað.

Bæta við leslista

Minning um Báru

Við fráfall Báru leitar hugurinn fimmtíu til sextíu ár aftur í tímann þegar hún var ung stúlka, enn í foreldrahúsum, hjálpaði til á heimilinu en vann líka úti.

Bæta við leslista