Baldur Jóhannsson
Fylgja minningarsíðu
19. október 1929 - 28. júní 2023
Baldur var fæddur á Patreksfirði 19.nóvember 1929. Sonur hjónanna Jóhanns Jónssonar og Láru Sigfúsdóttur. Baldur byrjaði snemma til sjós. Var smyrjari hjá pabba sínum á togaranum Verði sem fórst í vonskuveðri á Halamiðum og fimm menn fórust en 14 var bjargað. Var hann þar um borð með tengdapabba sínum og bræðrum konu sinnar. Baldur var vélstjóri á Gylfa BA 12 og Ólafi Jóhannessyni BA 77 sem þóttu með fullkomnustu togurum landsins. Hann giftist Svanborgu Ólafsdóttur 29.04.1953. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Bjarkargötu á Patreksfirði þar til þau fluttu til Hafnarfjarðar 1966. Hann vann hjá Olíuverslun Íslands fyrst sem viðgerðarmaður á olíudælum um allt land. Hann var vélstjóri á olíubátnum Héðni Valdimarssyni til sjötugts er hann hætti að vinna. Eftir að hann hætti á Héðni Valdimarssyni fór hann að vinna á hvalaskoðunarbátnum Eldingu sem vélstjóri af og til eftir það. Börn þerirra eru: 1) Reynir, f. 8.10. 1952, maki Karitas Jóhannsdóttir, þeirra börn eru Eva Lísa, Kamilla, Sturla Snær og Karl Viðar, barnabörn eru 5. 2) Jóhann, fæddur 1954, eiginkona Kristín Reynisdóttir, sonur þeirra er Reynir Freyr. Börn Jóhanns og Sigurveigar Einarsdóttur eru Baldur, Einar Þór og Sólveig. Barnabörn Jóhanns eru 9 og barnabarnabörn tvö. 3) Anna Björk, fædd 1960, eiginmaður Sigurjón Andersen. Börn þeirra eru Svanborg Erla og Viktor Freyr. Barnabörn þeirra eru 4. 4) Birgitta, fædd 1963, maki Elías Ívarsson. Börn hennar eru Lovísa, Birna og Kristófer. Og á hún eitt barnabarn. 5) Brynja, fædd 1966, maki Gunnar Óli Pétursson. Barn þeirra er Lilja og börn Brynju eru María Lind og Guðmundur. 6) Erla, fædd 1971, maki Gísli Vattnes. Barn hennar er Áslaug Brynja og á Erla eitt barnabarn. 7) Ólafur Jósúa, fæddur 1973, maki Ramona Balaciu. Börn hans eru Karel Atli, Gunnar Árni, Jón Emil og Emilía Anna og barnabörn hans eru tvö.
Útför
Útför hefur farið fram.
Ertu með minningargrein?
Hér getur þú skrifað minningargrein eða sett inn minningargrein sem hefur nú þegar verið skrifuð.
