no image

Fylgja minningarsíðu

Baldur Hannesson

Fylgja minningarsíðu

5. október 1946 - 20. júní 2022

Andlátstilkynning

Elsku pabbi okkar, tengdarfaðir, afi og langafi, Baldur Hannesson til heimilis í Fururgerði 1, Reykjavík lést á Landspítalanum mánudaginn 20.júní 2022.

Útför

5. júlí 2022 - kl. 11:00

Útförin fer fram í Fossvogskirkju.

Aðstandendur

Hlynur Baldursson-Anna K. Gústafsdóttir Lilja B. Baldursdóttir-Stefán Ó. Guðmundsson Reynir Baldursson- Gladys Mera Munoz Angelee Baldursdóttir-Leon Nelson Fjóla Ösp Baldursdóttir

Kveðja frá systursyni

Með þessum örfáu orðum langar mig að minnast móðurbróður míns, Baldurs Hannessonar, sem kvaddi okkur núna í júní. Þegar ég var lítill fannst mér alltaf nokkur ævintýraljómi í kringum hann, enda batt hann ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans. Ótalmörg dæmi væri hægt að tína til um það. Hann var til dæmis einn af mínum fyrstu vinnuveitendum, þegar hann réð mig til vinnu í bragga inni á lóð álversins í Straumsvík. Inn í braggann hafði hann smíðað öll þau tæki sem til þurfti til að framleiða grillkol og ég man enn hvað mér, unglingnum, þótti merkilegt að hann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að skella sér út í þann rekstur, enda fordæmin engin hér á landi og hann þurfti því að byggja allt upp frá grunni og afla sér þekkingarinnar.

Bæta við leslista