no image

Fylgja minningarsíðu

Axel Alan Jones

Fylgja minningarsíðu

7. janúar 1948 - 21. nóvember 2024

Andlátstilkynning

Axel Alan Jones andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, lungnadeild í faðmi fjölskyldunnar aðfararnótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024. Minning um góðan mann lifir í hjörtum allra.

Útför

5. desember 2024 - kl. 13:00

Útför fer fram í Fossvogskirkju. Press the link below "Hlekkur á streymi" For the livestream of the funeral.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Þóra Jónsdóttir, Davíð Atli Jones, Helga Ivy Jones, Axel Þór Axelsson, Kamilla Rós Davíðsdóttir, Hreinn Elí Davíðsson, Mirjam Þóra Jones, Alana Emelie Jones, Liam Már, Alexander Hugo, Tanja Mist.

Þakkir

Kærar þakkir fær starfsfólk Landspítalans í Fossvogi og allir þeir sem hafa sýnt okkur hlýhug í orði eða verki.

Cathy Mac

I have such fond memories of Uncle Alan visiting the family in England. Always teasing us and laughing. He was the first person to buy a painting from me when I was younger . I also remember when he brought back a piece of lava rock. It stayed in our garden for years, and I even used it for a school project on volcanoes. He had such a wonderful sense of humor, and his laughter was infectious. Uncle Alan, you will be deeply missed. Rest in peace.

Bæta við leslista

Keith, Robbie, Craig, Kirk and family

We would like to offer our sincere and heartfelt condolences and love to a wonderful and beloved brother, a much admired uncle and an admired brother in law. You will be so very missed but forever cherished and loved.

Bæta við leslista

Kær vinur

Mig langar að minnast kærs vinar í fáum orðum. Alan var vinur vina sinna. Hann gat verið glettinn enda fannst mér hann alltaf vera dálítill grallari. Fyrir mörgum árum stofnuðum við makabandalagið ásamt Ingólfi mági Alans. Oft hallaði Alan sér að mér og sagði eitthvað sem hinir máttu ekki heyra og við hlógum innilega. Alan var mjög annt um fjölskyldu sína og gerði allt sem hann gat fyrir hana. Ég á eftir að sakna þessa vinar míns. Elsku vinur ég kveð þig og hafðu þökk. Ég veit að þú siglir núna um lygnan sjó.

Bæta við leslista

Gaxel, Sóley og Jónas

Sorgin leikur okkur misjafnlega. Erfitt getur verið að kveðja þá sem maður hefði óskað að fengju lengri tíma. Fallegar minningar auðvelda okkur að skilja sorgina og takast á við hana. Engin væri sorgin ef engar væru minningarnar.

Bæta við leslista

Fèlagi Alan

Fallin er frá félagi Alan. Það kom ekki mjög mikið á óvart en er samt mjög sárt. Alan hitti ég fyrst þegar Þóra frænka mín (systir) kom með hann til Raufarhafnar fyrir meira en 50 árum. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að bjóða honum gull og græna skóga ef hann færi aftur heim til Bretlands, því ég hafði áhyggur af því að Þóra myndi draga úr þjónustu við mig. Sem betur fer þáði hann ekki þetta "kostaboð" mitt. Ég komst mjög fljótlega að því hversu frábæran mann Alan hafði til að bera. Alan var bóngóður, mikill húmoristi en gat stundum veriðsauðþráð. Það fengu margir að njóta þess hvað Alan var hjálpsamur ekki síst for íi eldrar mínir en Alan var alltaf tilbúin að gera allt sem hann gat fyrir þau. Það tók Alan ekki langan tíma að breytast í ekta Raufarhafnarbúa/Íslenging sem sérst t.d. í því að ef hans fólk var í sambandi við enhverja af erlendu bergi brotið þá sagið hann af hverju þau væru að hugsa um þessa "djöfulla" útlendinga. Það væri hægt að segja frá mörgu í okkar samskiptum en ég ætla bara að minnast á fáein. Í einu þoskastríðinu ákvað Alan að heimsækja ættinga sína í Bretlandi í þrjár vikur. Á því ferðalagi gisti hann hjá mér í Reykjavík og í anda þess tíma fórum við félagarnir í Klúbbinn. Vegna stríðsins leist mér ekki á að Alan væri að opinbera sig sem Breta þanni að ég bað hann að segja sem minnst. Alan tók hlutverkið þannig að hann sagði ekkert einasta orð allt kvöldið og ég fullyrði að Alan herur aldrei þagað svona lengi þegar hann var í glasi. Alan kom heim aftur eftir tvær vikur var þá búin að fá nó af löndum sínum. Eftir að ég hætti að vinna 2016 urðu samskiptin töluvert mikið því morgunhanin Alan fann út að hann gæti heimsótt mig snemma því ég er líka maður morgunsins. Eftir að heilsu Alans hrakaði breyttu við um hlutverk þannig að ég heimsótti hann. Alan hefur gert mart og mikið fyrir mig og þegar ég borða bakaða kartöflu þá kemur Alan alltaf upp í huga minn því hann kendi mér fyrir mart löngu að flusið af þannig kartöflu er best hluti hennar.

Bæta við leslista