Fylgja minningarsíðu
Auður Perla Svansdóttir
Fylgja minningarsíðu
6. apríl 1969 - 6. janúar 2022
Andlátstilkynning
Okkar ástkæra Auður Perla Svansdóttir lést á Landspítalanum, Fossvogi 6.janúar síðastliðinn.
Aðstandendur
Kjartan Már Ásmundsson Kolfinna Kjartansdóttir Arnar Steinn Ólafsson Karitas Kjartansdóttir Eiríkur Friðjón Kjartansson Ingunn Jensdóttir og aðrir aðstandendur
Elsku frænka.
''Drottinn, miskunna þú oss.'' Tær og hrein sópranröddin svífur yfir grasrótina mjúku. Langt í norðri syngja Kussungar saman um sumar, á slóðum forföður síns, sr Jóns Reykjalín. Yfir í Fjörðum allt er hljótt.
Bæta við leslista
Elsku Perla söngsystir mín og vinkona
Það var fyrir rúmum tuttugu árum að við kynntumst í Kvennakór Reykjavíkur og vinskapurinn var innsiglaður í kórkeppnisferð til Tékklands vorið 2002. Þar grínuðumst við og hlógum endalaust með kórsystrum okkar, vorum hrókar alls fagnaðar og fannst við fyndnastar í heimi. Við sópransystur ákváðum eftir ferðina að fara í söngnám í jazzdeild tónlistarskóla FÍH. Við héldum saman einkatónleika með fjölbreyttu lagavali þar sem við sungum bæði saman og í sitthvoru lagi. Eftir nokkur ár færðum við okkur saman yfir í söngskóla Sigurðar Demetz í klassískt söngnám, þar sem við fylgdumst að lengstan hluta námsins. Við héldum áfram að syngja dúetta á nemendatónleikum, börðumst við túlkun og tjáningu í ljóðatímum og óperuverkefnum og sátum tímunum saman í bílnum á milli staða að slúðra og syngja.
Bæta við leslista
Hjá fljótinu, H.P.
Alla setur hljóða í hinni dýpstu sorg sem hægt er að hugsa sér við fráfall okkar ástkæru Perlu. Ég leita í rann þess sem getur raðað orðunum svo satt og fallega saman eins og Hannes Pétursson í ljóðinu Hjá fljótinu. Ljóðið lýsir vel því sem Kjartan og Perla áttu sem yndisleg og ástrík hjón og þeirri raun sem Kjartan bróðir þarf nú að reyna.
Bæta við leslista
Dýrmæta Perlan okkar
Elskuleg vinkona okkar og samstarfskona Auður Perla er fallin frá. Missir okkar er mikill og sorgin óbærileg. Stórt skarð hefur verið hoggið í hóp okkar hjá Nox Medical. Eftir stendur minningin um geislandi brosið, dillandi hlátur, fallegan söng og hlýja nærveru.
Bæta við leslista
Kveðja frá Mótettukórnum
Fyrir tveimur vikum barst okkur í Mótettukórnum sú harmafregn að hjartkær vinkona okkar og formaður kórsins, Auður Perla, hefði veikst skyndilega og væri ekki hugað líf. Sólarhring síðar var hún Perla okkar farin. Staðreynd sem er svo óskiljanleg og köld. Raunveruleiki sem við erum enn að átta okkur á og reyna að meðtaka.
Bæta við leslista
Elsku Perla
Elsku Perla, ég vildi að ég gæti sagt þér hvað mér þótti vænt um þig. Frá því að ég fékk þann heiður að kynnast þér bauðstu mig alltaf velkomna og lést mér ávallt líða eins og ég ætti samastað hjá þér. Með þér var eins og annað heima. Það er ekki gefið að mér líði svona. Inni á öllum heimilum situr alltaf snefilmagn af kvíða í mér og ég gef mér aldrei leyfi til að vera fullkomlega ég sjálf. Þú og fjölskyldan þín voruð öðruvísi. Þú veittir mér svo mikla ró og gleði. Þú tókst mér alltaf opnum örmum, jafnvel þegar öðrum hefði fundist það einkennilegt og óhefðbundið. Ég var alltaf velkomin.
Bæta við leslista
Kveðja frá bekkjarfélögum í Menntaskólanum að Laugarvatni
Harmafregn berst í upphafi nýs árs. Ástkær bekkjarfélagi fellur skyndilega frá á besta aldri. Eftir standa allir harmi slegnir. Stórt skarð er höggvið í náinn vinahóp sem hóf skólagöngu í Menntaskólanum að Laugarvatni haustið 1984.
Bæta við leslista
Kveðja frá vinkonum
Við vorum á ellefta ári þegar Perla flutti austur á Höfn með mömmu sinni. Um haustið hófum við nám í 5. bekk og þó að Perla hafi verið árinu yngri en við hinar var hvorki hægt að sjá það né finna. Við heilluðumst af þessari hressilegu og skemmtilegu stelpu með dökka, hrokkna hárið sitt. Henni fylgdi ferskur blær og hún setti fljótt sterkan svip á bekkinn. Ekki er laust við að hún hafi lyft bekkjarandanum upp.
Bæta við leslista
Kveðja frá Kristinsdætrum
Það togast á þungur harmur og djúpt þakklæti fyrir samverustundirnar, elsku Perlan okkar. Leiðir lágu saman haustið 1984 á Laugarvatni og árin spanna því meira en hálfa ævina. Við vorum sundurleitur hópur með ólík áhugamál og bakgrunn, en samvera í heimavistarskóla afmáir slíkt. Við urðum fljótt systur.
Bæta við leslista