no image

Fylgja minningarsíðu

Auður Kristjánsdóttir

Fylgja minningarsíðu

19. maí 1926 - 13. mars 2008

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning - Alda og Gísli Skagfjörð

Okkur langar að minnast Auðar tvíburasystur móður okkar með nokkrum orðum. Frá því við fyrst munum eftir okkur var Auður alltaf hluti af okkar fjölskyldu en móðir okkar og hún voru miklar vinkonur allt sitt líf enda mjög líkar en þó svo ólíkar um margt. Ekki leið sá dagur að þær töluðust ekki við í síma meðan báðar lifðu.

Bæta við leslista

Minning - Ásdís Guðmundsdóttir

Mín fyrstu kynni af Auði voru þegar ég kom fyrst á Hrísateiginn vorið 1972. Þá var nýlega búið að kynna mig fyrir Jóhönnu, systur Auðar og tengdamömmunni tilvonandi, Rabba og þeirra börnum. Ég var svolítið feimin og stressuð, aðeins 18 ára stelpan, nýlega búin að kynnast Birgi. Ég þurfti svolítið að safna kjarki til að koma mér út úr bílnum og inn í hús, að hitta þessa frænku sem greinilega gegndi stóru hlutverki í lífi Birgis. En Auður var ekkert að bíða eftir stelpunni, hún kom einfaldlega út að bíl og sótti mig, heilsaði mér innilega og lét eins og við hefðum alltaf þekkst. Strax þarna á fyrsta degi sýndi hún mér þá einlægu væntumþykju sem átti eftir að einkenna öll okkar samskipti um ókomin ár.

Bæta við leslista

Minning - S. Dinah Dunn

Nú er hún farin, kletturinn í mínu lífi, sú sem ég gat alltaf leitað til og trúað fyrir öllum mínum málum, vitandi að það sem Auði var sagt í trúnaði, það fór ekki lengra.

Bæta við leslista

Minning - Birgir Sigmundsson

Í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, hófu níu systkini vegferð sína á árunum 1922-1934, þeirra á meðal þær tvær konur sem lengst hafa fylgt mér gegnum lífið, móðir mín Jóhanna og sú systra hennar sem við kveðjum í dag, Auður Kristjánsdóttir. Mitt fyrsta heimili var heimili stórfjölskyldunnar, þar sem amma Sigríður stóð í stafni og hélt heimili fyrir nokkur barna sinna, þeirra á meðal móður mína og Auði. Frá fyrstu tíð var Auður mér sem önnur móðir og hef ég búið við þau forréttindi í lífinu að eiga í raun tvær mæður, ef svo mætti segja, sem ég elskaði báðar. Þær hafa nú báðar kvatt jarðvistina, en minningin er ljúf og góð.

Bæta við leslista