no image

Fylgja minningarsíðu

Auður Friðriksdóttir

Fylgja minningarsíðu

23. ágúst 1965 - 21. janúar 2022

Andlátstilkynning

Okkar elskulega móðir, eiginkona, tengdamóðir, amma, systir, frænka og vinkona, Auður Friðriksdóttir, listakona, lést í faðmi barna sinna á Mörkinni þann 21. Janúar síðastliðinn.

Útför

7. febrúar 2022 - kl. 15:00

Útför okkar elskulegu móður, eiginkonu, tengdamóður, ömmu, systur, frænku og vinkonu, Auðar Friðriksdóttur, fer fram 7. Febrúar kl 15 í Fossvogskirkju.

Aðstandendur

Fatou N´dure Baboudóttir - Ragnar Ingi Magnússon Adama N´dure - Abdou Saine Salomon N´dure og barnabörn

Þakkir

Sérstakar þakkir til starfsfólks Markarinnar.

Nokkrar minningar um stóru systur mína

Það er ekki auðvelt að skrifa minningargrein um Auði systur mína þó að allskonar minningar streymi fram núna þegar hún er búin að kveðja. Margar eru bjartar og sumar fullar af hamslausri gleði og hlátri. Aðrar eru sárar.

no image

Bæta við leslista