no image

Fylgja minningarsíðu

Ásvaldur Magnússon

Fylgja minningarsíðu

8. júlí 1954 - 14. júní 2022

Andlátstilkynning

Ásvaldur Magnússon varð bráðkvaddur á heimili sínu í Tröð þann 14.6. 2022

Útför

25. júní 2022 - kl. 14:00

Ásvaldur verður jarðsunginn í Ísafjarðarkirkju 25.6. 2022 kl 14:00. Jarðsetning fer fram í Holtskirkjugarði Streymt verður frá útförinni

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Helga Dóra Kristjánsdóttir Ásta Kristján Óskar, Hólmfríður Bóasdóttir og börn Eyvindur Atli, Sæbjörg Freyja Gísladóttir og börn

Elsku hjartans Ási

Elsku hjartans Ási stóri bróðir minn er farinn, alltof, alltof snemma. Hann hafði svo margt að lifa fyrir og við svo mörg sem elskuðum hann.

no image

Bæta við leslista

Kveðja

Líkt og þegar þú leist dagsins ljós í fyrsta sinn kveður þú þessa jarðvist á björtum sumardegi. Sumarbarnið, náttúrubarnið, við erum svolítið þannig Traðarsystkynin. Og nú er stórt skarð komið í okkar hóp sem við vitum ekki allveg hvernig við fyllum, við erum þó nú þegar farin að svara fyrir þig, leggja þér orð í munn og þannig muntu lifa með okkur.

Bæta við leslista

Ásvaldur Magnússon fæddist 8. júlí 1954. Hann lést 14. júní 2022. Útför hans fór fram 25. júní 2022.

Elsku Ási bróðir minn. Þú varst einu ári, einum mánuði og einum degi eldri en ég. Þetta fannst okkur vel gert hjá mömmu og þegar við vorum spurð hvað við værum gömul, fylgdi þetta alltaf með, “eitt ár, einn mánuður og einn dagur“ á milli okkar.Vitanlega tókst þú forystuna fyrstu æviár okkar, ég gerði allt sem þú sagðir mér og mér fannst líka allt rétt sem þú sagðir og gerðir. Við vorum miklir vinir og félagar, svolítið eldri en systkini okkar og í sveitinni voru leikfélagarnir ekki margir, allavega ekki að vetri til og fyrir skólagöngu. Þess vegna eru fyrstu minningar bernsku minnar alltaf tengdar þér, kæri bróðir minn, ekki ein einasta bernskuminning er án þín. Við systkinin áttum yndislegæskuár í Tröð og þessa dagana sækja þau svo sterkt á huga minn. Þú varst svo minnugur á gamla tímann og rifjaðir oft upp ótal uppátæki okkar.Hér í Önundarfirði höfum við alla tíð búið og tekið þátt í öllu því sem eitt samfélag þarf. Þú náðir í Helgu og ég í Steina. Þar vorum við heppin, fórum ekki út fyrir fjörðinn í makaleit okkar. Þið Helga hafið alltaf verið mikilvægur hlekkur í önfirska bændasamfélaginu, sem fram til þessa hefur einkennst af samheldni, vinskap og hjálpsemi, svo ekki sé minnst á þann græskulausa húmor sem einkennir önfirskt sveitafólk. Allt þetta og margt fleira hefur leitt til þess að hér viljum við eiga heima, ala upp börnin okkar, hlúa að því góða sem einkennir sannan Önfirðing. Og þú Ási, hefur svo sannarlega ekki legið á liði þínu í gegnum árin svo það mætti verða. En nú er skarð fyrir skildi og við Steini þökkum samfylgdina í gegnum öll þessi ár. Þið Helga hafið gert bernskuheimili okkar í Tröð að miklum unaðsreit með skóginum sem brátt þekur hálfan Bjarnadalinn. Síðustu árin átti hótelið í Holti hug þinn og krafta svona fyrir utan afahlutverkið sem fór þér svo einstaklega vel. Við búum mörg hér fyrir vestan, afkomendur pabba og mömmu, og það hefur gefið okkur tækifæri til margra samverustunda fjölskyldunnar, eins og afmæla, jólaboða, aðventuhittinga eins og laufabrauðsgerðar og skötuveislu, ferðalaga og margra, margra fleiri stunda. Þú verður ekki með okkur í næsta afmæli eða hver samveran sú verður en ég veit við munum öll finna fyrir þér og kalla fram minninguna um þig. Þú varst góður og elskaður sonur, bróðir, eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi. Ef til vill hafa pabbi og mamma tekið á móti þér, þvi ætla ég að trúa. Við hin, sem hérna megin erum ennþá, fellum tár og söknum þín mikið. Elsku Helga Dóra, Kristján, Eyvindur, Ásta, Hófí, Sæbjörg og börnin ykkar öll, megi Guð styrkja ykkur og styðja í sorginni.

no image

Bæta við leslista

Ási okkar. Besti afinn. Snilldar pabbi. Vestfirski pabbi minn.

Ég átti besta tengdapabbann. Hann var eins og þéttvaxinn skógur. Hvert og eitt tré var hugmynd og hver og ein grein nánari útfærsla hennar. Því Ási var alltaf búinn að pæla í hlutunum alveg frá rótum og út í hæsta laufblað. Sumar hugmyndirnar misgáfulegar (en bara að mínu mati) og sumar misskemmtilegar en allar áhugaverðar. Ég held hann hafi verið með nýja hugmynd í hvert skiptið sem ég hitti hann. Sem var nokkuð oft. Ég er svo heppin að fá að hafa verið hluti af allavega einum af þessum mögnuðu hugmyndum og það verkefni varð heldur betur að veruleika. Það gaf okkur ótal margar stundir og minningar saman sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Þetta verkefni minnir okkur á þennan duglega, þrjóska og góða mann á hverjum degi og mun gera um ókomna tíð. Hann bjó einnig yfir ótrúlegri þrautseigju sem ég dáist alltaf að og mun eftir bestu getu kenna börnunum mínum þrautseigju afa þeirra.

no image

Bæta við leslista