no image

Fylgja minningarsíðu

Ásta Sigrún Þórðardóttir Fjeldsted

Fylgja minningarsíðu

3. apríl 1937 - 7. febrúar 2025

Andlátstilkynning

Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Þórðardóttir Fjeldsted lést á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 7. Febrúar 2025

Útför

21. febrúar 2025 - kl. 14:00

Minningarathöfn verður haldin í Langholtskirkju þann 18. Febrúar klukkan 13:00. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 21. Febrúar klukkan 14:00

Aðstandendur

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, G. Ingólfur Benediktsson, Egill Örn Þórðarson, Kristján Örn Friðjónsson, Sigrún Ósk Ingólfsdóttir, Róbert Hlífar Ingólfsson, Númi Fjalar Ingólfsson, Ásdís Jónsdóttir, Jón Oliver, Ingólfur Athen, Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir, Árni Birgir Eiríksson

Þakkir

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Hjúkrunarheimilið Systraskjól í Stykkishólmi njóta þess

Hjúkrunarheimilið Systraskjól
Elsku amma

Elsku amma mín. Það er óendanlega sárt að þú sért farin. Samband okkar var einstakt og þú besta vinkona mín.  Við höfum búið saman síðan 2013 og það er skrýtið að hugsa til þess að nú er ég ein eftir.  Ég er hreinlega enn að melta þetta. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum lífið, það er ómetanlegt.  Langaði að senda þér þetta ljóð en það er eitt af mínum uppáhalds ljóðum. Sól, stattu kyr! Þó að kalli þig sær til hvílu — ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær, og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær — þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar. (Höf; Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti) Elska þig elsku amma mín, minning þín lifir. Þín Sigrún Ósk

Bæta við leslista