no image

Fylgja minningarsíðu

Ásgeir Hrefnuson Ingólfsson

Fylgja minningarsíðu

20. ágúst 1976 - 25. janúar 2025

Andlátstilkynning

Ásgeir Hrefnuson Ingólfsson lést á Akureyri laugardaginn 25. janúar.

Útför

3. febrúar 2025 - kl. 13:00

Útför Ásgeirs fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. febrúar 2025 klukkan 13.

Aðstandendur

Hrefna Hjálmarsdóttir Auður H. Ingólfsdóttir Ármann Ingólfsson Erla Anderson Vala Ingolfsson Ari Ingolfsson

From Darrel Jónsson

A friend from Prague writes:

no image

Bæta við leslista

Menningarsmyglarinn

Ásgeir ég vil minnast þín af kærleik og hlýhug. Fyrirgefðu að ég gleymdi mér alltaf og ritaði nafn þitt með punkti. H og svo punkti.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Fríðu

Fyrst kynntist ég menningarblaðamanninum Ásgeiri H. Ingólfssyni. Ég man ekki hver kynnti okkur en hann læddi sér einhvern veginn inn í líf mitt á sinn fölskvalausa, lágstemmda og ótrúlega launfyndna hátt, allt í einu vorum við nánir vinir. Við vorum að baksa við að búa til fjölmiðil. Okkur dreymdi um betri blaðamennsku. Betri kjör fyrir blaðamenn. Og við gátum setið löngum stundum og velt fyrir okkur mismunandi vinklum á öllu því efni sem mætti við öðru og meiru en bara að frá því væri sagt. Ásgeir langaði að rýna og gagnrýna, hann hafði áhuga á því sem var utanveltu, jaðarsett, skakka vinklinum á meinstrími. Og þegar ég sneri mér að öðru hélt hann harkinu áfram. Síðustu viku hefur heilmikið verið skrifað um menningarblaðamanninn Ásgeir - og allt svo satt og rétt. Hann var afkastamikill og áreiðanlegur, áhugasamur og fróður.

Bæta við leslista