no image

Fylgja minningarsíðu

Árni Friðberg Helgason

Fylgja minningarsíðu

31. ágúst 1982 - 11. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Elsku besti eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur og bróðir Árni F. Helgason, lést sunnudaginn 11. febrúar. Útför hans verður gerð frá Bústaðarkirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13:00

Útför

26. febrúar 2024 - kl. 13:00

Elsku besti eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur og bróðir, Árni Friðberg Helgason, lést sunnudaginn 11. febrúar 2024. Útför hans verður gerð frá Bústaðarkirkju.

Aðstandendur

Agnes Ó. Valdimarsdóttir Clara Dagmar Árnadóttir, Aron Dagur Árnason Helgi Friðberg Jónsson, Sigrún Linda Birgisdóttir og systkini hins látna.

Þar til næst, elsku Árni

Þetta var einn af allra bestu sumardögum ársins 2013. Það var heitt úti langt fram á kvöld, amma og afi í Fýlshólum borðuðu með mér, litlu fjölskyldunni minni, Margréti minni, Sölku, Kötlu og foreldrum mínum, í Hofslundi. Þegar það var aðeins áliðið á kvöldið mætti Agnes litla systir mín, sem mig hefur alltaf langað til þess að tengjast meira, með ungan mann í heimsókn. Hún kynnir þennan unga og viðkunnuglega mann fyrir öllum viðstöddum og sagði okkur að hún hefði labbað með honum upp Esjuna á fyrsta stefnumótinu þeirra, en ekki tekist að hrista hann af sér! Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Árna. Ég var ekki alveg viss hvort mér þætti hann pínu skrýtinn eða bara virkilega skemmtilegur og með þægilega nærveru.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Hofslundi 3

Við munum enn svo vel þegar þú birtist heima hjá okkur. Við vorum að hitta þig í fyrsta skipti. Nýja kærastinn hennar Agnesar. Hún var svo glöð með þig. Hamingjusöm og ástfangin. Þú komst í Hofslundinn og þú einhvern veginn smellpassaðir inn í fjölskylduna. Útitekinn eftir sumarsólina, brosandi glaður, fyndinn og lékst við systurnar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Pússlið sem vantaði í spilið hennar Agnesar var mætt og það varst þú. Toppurinn var hvernig þú horfðir á Agnesi með blik í augum. Hvað maður gladdist yfir ástinni á milli ykkar.

Bæta við leslista

Ég elska þig, alltaf

Í vikunni bjó dóttir okkar til hjarta með höndunum og sagði við mig:

Bæta við leslista

Frá þinni mömmu

Elsku hjartans Árni minn. Mikið ólýsanlega sakna ég þín. Á svo erfitt með að trúa að þú sért farinn frá okkur. Minningarnar hrannast upp. Ég hugga mig við minningarnar um þig og veit að við munum hittast síðar. Kveð þig með kærleika í brjósti.

Bæta við leslista

Hinsta kveðja frá pabba

Elsku hjartans drengurinn minn. Þú sem alltaf varst og verður svo stór hluti af mínu lífi – sólargeisli allra sem til þekktu. Fögur sál í fallegum líkama.

Bæta við leslista

Elskum þig alltaf, elsku besti pabbi

Pabbi, við elskum þig.

Bæta við leslista

Elsku Árni, stóri bróðir minn

Það er svo óraunverulegt að þú sért farinn og síðustu vikur hafa verið óbærilegar og tómlegar án þín. En ég verð að horfast í augu við að þú kemur ekki aftur og að það sé komið að kveðjustund. Ég elska þig svo mikið og takk fyrir að vera besti stóri bróðir í heimi og fyrir allar yndislegu minningarnar okkar saman. Litla ég leit svo upp til þín og mér fannst nærvera þín sú allra hlýjasta og ég leitaði oft fyrst til þín þegar mér leið illa. Þú tókst alltaf á móti mér með opna arma, ró og kærleika. Við vorum svo lík ég og þú, bæði svo yfirveguð, róleg en samt algjörir sprelligosar inn á milli. Eins og þú sagðir fyrir nokkrum vikum þegar ég var að upplifa kvíða:

Bæta við leslista

Elsku besti Árni bróðir minn

Elsku besti Árni bróðir minn er látinn. Á engin orð til að lýsa söknuðinum og sársaukanum sem fylgir því að þú hefur yfirgefið þessa jarðvist. Þú varst einstakur og hinn fullkomni bróðir sem reyndist mér og stelpunum mínum svo vel. Missirinn er svo mikill og svo erfitt að meðtaka það að þetta sé raunveruleg staða að þú kemur ekki aftur elsku Árni minn. Ég elska þig svo heitt og tengingin á milli okkar var og er svo sterk. Ég mun halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð og ég veit að þú munt alltaf vera með mér eins og þú hefur verið allt mitt líf. Ég var svo sannfærður um að þú myndir ná þér og við myndum eldast saman en það er ekki að fara gerast þar sem ég er ekki að fara vakna úr þessari hræðilegri martröð. Þú viðurkenndir svo oft að þú réðir ekki við að halda áfram með lífið og þér liði svo illa og það var svo erfitt að horfa upp á þig þjást svona. Þú stóðst þig samt svo vel og gerðir allt sem fyrir þig var lagt. Svo óraunverulegt að þú hafir síðan látið undan kvölunum en ég vil að þú vitir það elsku Árni minn að ég fyrirgef þér og veit að þú ert í friðinum núna. Allir sem þekktu þig dýrkuðu þig og dáðu og þegar ég sagði þetta við þig fyrir nokkrum dögum láku tárin niður kinnar þínar og þér fannst svo gott að heyra það.

Bæta við leslista

Elsku besti tengdasonur

Það er mikil og sár eftirsjá að Árna Friðberg Helgasyni. Allt í einu var hann farinn, horfinn, þessi ljúfi og geðgóði tengdasonur okkar sem flutti með sér brosandi birtu og yl, horfði hugfanginn á dóttur okkar, safnaði að sér vinum og virtist þekkja alla hvar sem komið var, manngleggri flestum öðrum.

Bæta við leslista

Viðhengi litlu systur

Allt í einu var Agnes litla systir mín komin með viðhengi, hann Árna, og byrjuðu þau sitt búandahokur í lítilli íbúð í Kópavoginum. Fljótlega var nokkuð ljóst að drengurinn var skemmtilegur og brosmildur og hreif með sér alla fjölskyldumeðlimi.

Bæta við leslista

Hjartans kveðja frá mágkonu

Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég hitti Árna fyrst. Agnes systir mín hafði sagt mér frá manni sem hafði boðið henni á stefnumót 2. júlí 2013. Fóru þau í göngutúr upp á Esju og enduðu í sundi og pylsu.

Bæta við leslista

Elsku besti Árni

Elsku Árni. Það er ekki auðvelt að útskýra hvernig vinátta verður til. Stundum leiðir tilveran tvo einstaklinga saman og það er bara eitthvað sem smellur, þeir passa saman. Þannig var það hjá okkur. Ólíkir á svo marga vegu, en bættum hvor annan upp.

Bæta við leslista

Kveðja frá Steinunni Dúu og fjölskyldu

Elsku hjartans Árni minn,

Bæta við leslista

Kveðja frá félögum í Hátækni

Þó svo að dagarnir að undanförnu hafi borið með sér hækkandi sól þá dró mjög snögglega fyrir sólina þegar okkur bárust fregnir af því að Árni Friðberg væri fallinn frá.

Bæta við leslista

Kveðja frá Ísabella

Elsku Árni,

Bæta við leslista

Kveðja frá Baldri og Birgi

Gleði og góðmennska er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar til Árna. Brosið var aldrei langt undan og tími okkar frá uppvaxtarárunum úr Langholtshverfinu var uppspretta brandara sem aldrei hættu að vera fyndnir og voru rifjaðir upp í samskiptum okkar alla tíð.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sigga

Að sitja hér og skrifa minningargrein um Árna er óraunveruleg tilfinning. Ég mun líklegast aldrei gleyma því þegar ég fékk símtalið um að Árni minn væri fallinn frá.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sigurði Rúnari

Við leitum að ró í þessum stormi, við leitum að haldreipi í auðninni, leitum að gleðinni í sorginni, leitum að lífinu í dauðanum, leitum í minningarnar við þessum tómleika. Við leitum svara við öllum þeim spurningum sem óma dag og nótt, en svörin eru ekkert undir bíl eða bak við sófa og einu svörin sem við fáum eru ekkert endilega svörin sem við leitum að. Við leitum áfram.

Bæta við leslista

Frá Birgi Frey (Bigga)

Elsku Árni,

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðbrandi Bragasyni

Nú kveð ég elsku Árna, minn kæra vin. Við kynntumst ungir að árum þegar við bjuggum í Glaðheimum. Það var eitt hús á milli okkar og því stutt að fara. Við náðum vel saman og urðum fljótt góðir vinir. Árni var þá í Vogaskóla en ákvað að koma til okkar félaganna í Langholtsskóla, okkur til mikillar gleði. Hann var fljótur að kynnast nýjum skólafélögum, enda mikil félagsvera. Hann gekk á milli borða í miðjum tíma og spjallaði og kennarinn kallaði hann þá „litla ráparann sinn“. Honum þótti það skemmtilegt og við vinirnir kölluðum hann reglulega litla ráparann.

Bæta við leslista