no image

Fylgja minningarsíðu

Ari Magnús Sigurjónsson

Fylgja minningarsíðu

2. maí 1929 - 10. janúar 2024

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi Ari M. Sigurjónsson, Skipstjóri, Neskaupstað lést á hjúkrunardeild umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað 10.01.

Útför

19. janúar 2024 - kl. 14:00

Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 19. janúar kl. 14:00

Aðstandendur

Sigurjón Arason Margrét Sigurðardóttir Jóna Katrín Aradóttir Benedikt Sigurjónsson Ingibjörg Aradóttir Sigurður Friðjónsson Eysteinn Arason María Ásmundsdóttir Hilmar Már Arason Katrín A. Magnúsdóttir Pjetur St. Arason og fjölskyldur

Þakkir

Þökkum starfsfólki Hjúkrunardeildarinnar í Neskaupstað, Umdæmissjúkrahúss Austurlands og starfsfólki Breiðabliks fyrir einstaka umönnun og hlýhug.

Ari afi

Ari Magnús Sigurjónsson 2. maí 1929 – 10. janúar 2024

Bæta við leslista

Ari afi

Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, þú sem hefur verið svo stór hluti af okkar lífi alla tíð.

no image

Bæta við leslista

Ari afi

Þegar ég hugsa til afa er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt hann að og fyrir að við höfum fengið að njóta samvista við hann svona lengi. Þakklæti fyrir svo margt.

no image

Bæta við leslista

Æviágrip

Ari Magnús Sigurjónsson fæddist í Neskaupstað 2. maí 1929 og andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 10. janúar 2024.

Bæta við leslista

Minningargrein um föður okkar

Pabbi ólst upp í innbænum á Norðfirði, nánar tiltekið í Tröllahverfinu eða Tröllaneshverfinu. Einn af góðborgurum hins nýstofnaða kaupstaðar kallaði það fátækrahverfið. Fyrstu árin bjó fjölskyldan á Sandbrekku og síðan í Garði. Pabbi var næst yngstur sex barna foreldra sinna þeirra Magneu Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sigurjóns Magnússonar. Foreldrar hans skildu þegar hann var barnungur og mundi hann ekki eftir föður sínum á heimilinu. Fljótlega eftir skilnaðinn var þrem eldri systrum hans komið fyrir hjá vinum og vandamönnum en amma var með þrjú yngstu börnin hjá sér. Pabbi var lánsamur að alast upp í Tröllahverfinu þar sem bjó frænd- og vinafólk sem studdi hvert annað í lífsbaráttunni. Pabbi upplifði að hann var alls staðar velkominn í mat og kaffi. Í Garði bjó Helga, föðursystir pabba, með manni sínum og tveimur börnum. Í kjallaranum í Garði hafði verið geymsla þar sem þau höfðu haft kú. Eftir að amma og afi skildu var kjallarinn gerður íbúðarhæfur og fékk hún eitt herbergi og eldhús til umráða fyrir sig og börnin sín og sváfu þau öll í sama herberginu. Það kom fyrir að Tröllalækurinn, sem var innan við húsið, flæddi upp fyrir bakka sína og inn til þeirra þannig að þau þurftu að vaða um. Fyrir sunnan Garð stendur enn steyptur veggur sem pabbi og Björn Albert Bjarnason (Bassi), sonur Helgu, steyptu upp árið sem þeir fermdust.

no image

Bæta við leslista