no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Sigurlaug Ívarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

20. júní 1955 - 14. ágúst 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín,móðir okkar, tengdamóðir og amma Anna Sigurlaug Ívarsdóttir lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 14. ágúst á Landspítalanum.

Útför

24. ágúst 2024 - kl. 14:00

Útför Önnu Sigurlaugar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14:00.  Jarðsett verður í Heydalakirkjugarði.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Örn Ingólfsson Auður Björnsdóttir – Stefán Magnússon Ingunn Berglind Arnardóttir – Peter Ulrich Eliassen Lilja Rut Arnardóttir – Eyjólfur Þorkelsson Ívar Dan Arnarson – Helga Björg Skarphéðinsdóttir og barnabörn

Þakkir

Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans Hringbraut á hjartadeild og gjörgæslu fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Anna Sigurlaug

Mig langar að skrifa nokkur orð um hana Önnu. Við kynntumst nú bara i seinni tíð. En gátum sko spjallað um alla hluti og þó aðallega barnabörnin okkar og okkur fannst þau auðvitað fullkomin eins og ber að skilja. Þegar Anna talaði um börnin sín og sagði mér frá hvað hefði drifið á daga barna og barnabarna frá þvi við hittumst síðast, þá var hún eitt stórt bros og stoltið leyndi sér ekki. Anna var alltaf létt i lund og það var svo gaman þegar hún kom i klippingu og við röbbuðum um okkar fólk og hvað þau hjónin höfðu verið á flækingi og hvert væri verið að fara næst. Og það sem þau voru dugleg að fara með Norrænu og hitta fólkið sitt úti, eða bara i Mosó og svo hingað á Reyðarfjörð að hitta fólkið sitt hér. Ég vil segja við ykkur fjölskylduna að þið áttuð dásamlega eiginkonu, mömmu, ömmu og tengdamömmu. Og hafið fullt af minningum sem þið voruð dugleg að búa til. Sigriður Hrönn

Bæta við leslista