no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Sigurjóna Halldórsdóttir

Fylgja minningarsíðu

28. ágúst 1929 - 8. júní 2022

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og sambýliskona, Anna Sigurjóna Halldórsdóttir, lést miðvikudaginn 8.júní á líknardeild Landakots.

Útför

24. júní 2022 - kl. 10:00

Útför Önnu fer fram frá Fossvogskirkju kl. 10 föstudaginn 24.júní 2022

Aðstandendur

Halldór V. Guðmundsson (látinn), Karitas Erlingsdótir, Ingi B. Erlingsson, Guðmundur G. Erlingsson, Ísleifur Erlingsson, Ásgeir H. Erlingsson, Páll Erlingsson. Björgvin Jónsson

Elsku amma mín

Mig langar að skrifa nokkur orð um hana ömmu mína sem kvaddi okkur öll 8.júní 2022. Ég var svo heppin að búa í sama húsi og amma frá fæðingu til 7 ára aldurs og í næsta nágreni við hana til 12 ára aldurs. Við bjuggum í Ásgarðinum, ég og fjölskylda mín í kjallaranum, amma á miðhæðinni og frændi minn og fjölskylda hans á efstu hæðinni. Ég man að það var alltaf svo mikil eftirvænting þegar amma kom heim af sjónum. En hún hafði einstakt lag að koma með eitthvað framandi og spennandi handa okkur. Hvort sem það var skinka í áldós, marabou súkkulaði eða þjóðbúningar dúkkur. Hún gaf mér þjóðbúningar dúkkur frá öllum löndum í Evrópu. Amma vann á sjó, hún sigldi um höfin blá í 18 ár, skilaði rúmum 4600 sjóferðardögum. Hún fór sína fyrstu ferð að sækja Dettifoss árið 1969 og segja má að hún hafi varla komið í land fyrr en 18 árum síðar. Sumir kölluðu hana ömmu Eimskips, mér þótti alltaf svo vænt um að heyra það. Þegar amma kom svo endanlega í land fór hún að vinna niður á höfn í mötuneyti starfsfólks og ég fékk stundum að koma og aðstoða hana við frágang í matsalnum eftir skóla. Þá tók ég strætó til hennar og hjálpaði henni að hreinsa af borðunum, m.a. öskubakkana sem mér fannst ógeðslegir. Þegar ég varð 12 ára fékk ég svo loksins að fara einn túr með ömmu. Ég fékk að fara með í svokallaða strandasiglingu. Mér fannst það mjög merkileg ferð. Ég varð ekki sjóveik en amma sagði að ég hefði stundum verið græn í framan, sérstaklega þegar við fórum frá Ísafirði og norður í Hrísey. Amma átti 60 ára afmæli í þessari ferð, hún kom við á Ísafirði til að sækja kanilsnúða og fleira góðgæti og þar biðu hennar 60 rauðar rósir frá börnunum hennar. Ég hafði aldrei séð eins fallegar rósir. Þetta var árið 1989. Frá Ísafirði sigldum við til Hríseyjar þar sem amma mætti í stórafmæli Hjördísar vinkonu sinnar og ég fékk að gista með fullt af börnum meðan þær skemmtu sér. Í siglingunni var mér mjög umhugað um heilsu skipverja og tók að mér að fela alla öskubakka, því mér fannst þeir reykja heldur mikið. Amma greyið þurfti svo að svara fyrir það af hverju þeir væru horfnir. En hún var með munninn fyrir neðan nefið og var ávallt með svör á reiðum höndum, og karlarnir um borð allir góðir vinir hennar.

no image

Bæta við leslista