no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Laufey Gunnarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

24. febrúar 1941 - 8. desember 2021

Andlátstilkynning

Elskuleg systir mín og föðursystir okkar Anna Laufey Gunnarsdóttir Sóltúni 5, Reykjavík Lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 8. desember.

Útför

Útför fer fram í kyrrþey.

Minning

Anna elskuleg föðursystir mín er fallin frá eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hún skipaði stóran sess í lifi okkar Agnars bróður alla tíð. Hún passaði okkur oft þegar við vorum lítil og okkur fannst það alltaf svo gaman. Hún leyfði okkur nefnilega að gera ýmislegt sem foreldrunum fannst kannski ekki alveg við hæfi og alltaf lumaði hún á góðgæti sem við máttum fá okkur þó við værum búin að bursta tennurnar. Anna var glæsileg kona, dökk yfirlitum, há og grönn og alltaf smekkleg til fara og smart. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, var mjög sjálfstæð og lagði mikla áherslu á að bjarga sér sjálf með alla hluti.

no image

Bæta við leslista

Anna Frænka

Anna Frænka mín var ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var stólpi, hún var alltaf til staðar og til í spjall. 

Bæta við leslista

Andlát Önnu frænku

Elsku Anna er látin og missirinn er mikill. Ég kynntist Önnu þegar ég byrjaði með bróðursyni hennar, Agnari. Hún tók mér strax vel og ég gerði mér strax grein fyrir því hversu stór partur af þessari litlu fjölskyldu hún Anna var. Þau voru þrjú systkinin og einungis tengdafaðir minn eignaðist sína eigin fjölskyldu. Systkini hans, Vigfús og Anna voru alltaf ómissandi partur af öllum okkar boðum og nú eru þau bæði farin. Börnin mín þekkja ekki fjölskylduboð án Önnu frænku og þeirra missir er mikill. Anna var stór karakter sem skilur eftir sig stór og litrík spor. Þau minnast skemmtilegrar frænku sem vílaði ekki fyrir sér að orða hlutina eins og þeir voru og kryddaði allar frásagnir skemmtilega. Anna fylgdist mjög vel með öllu sem við hin tókum okkur fyrir hendur og spurði af einskærum áhuga um allt sem tókumst á við. Hvort sem það var skólaganga, starfsframi, áhugamál eða félagsstörf þá skipti þetta allt hana miklu máli. Andlát elsku Önnu frænku er mikill missir fyrir elsku tengdapabba því þeirra samband var alla tíð mjög náið. Undanfarin 20 ár eða svo hafa þau búið í sama stigagangi og samgangurinn því mikill. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem seint verður fyllt. Önnu frænku verður sárt saknað en góðar og skemmtilegar minningar sitja eftir og þær eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð.Blessuð sé minning elsku Önnu frænku.

Bæta við leslista

Elsku Anna frænka

Anna frænka var afasystir mín og ótrúlega stór hluti af litlu fjölskyldunni okkar. Fyrir mér var hún skemmtilega, fyndna og gjafmilda frænkan sem mér þótti afskaplega vænt um. Hún gat alveg látið mann gráta úr hlátri sem er það sem ég mun sakna mest, að hlæja með henni og grínast með það að við værum jafngamlar því það eru slétt 60 ár á milli okkar í aldri. Hún vildi allt fyrir alla gera og maður fór aldrei svangur úr heimsóknum til hennar, oftast fórum við bara rúllandi út í sykurvímu. Ég kann ótrúlega mikið að meta allar minningarnar sem hún hefur gefið mér í gegnum ævina. 

Bæta við leslista