no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Jóna Magnúsdóttir

Fylgja minningarsíðu

5. júní 1934 - 1. apríl 2023

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Jóna Magnúsdóttir frá Bæjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði, laugardaginn 1. apríl.

Útför

14. apríl 2023 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 14. apríl kl 13:00.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Kristinn Arnar Pálsson og Hrönn Þórarinsdóttir. Rebekka Jóhanna Pálsdóttir og Pétur Ingi Ásvaldsson. Magnús Ási Pálsson. Haraldur Bjarmi Pálsson og Hrönn Eiríksdóttir.

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum
Minning

Elsku Anna mín  lést 1.apríl á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og verður jarðsungin 14.apríl. Anna Jóna Magnúsdóttir var ættuð frá Þverá í Ólafsfirði og bjó allan sinn búskap í Bæum á Snæfjallaströnd ásamt manni sínum Páli Jóhannessyni frænda mínum. Ég var 9 ára gömul að verða 10 þegar ég kom til þeirra fyrst til að passa frumburðinn þeirra hann Arnar. Þetta er einnig árið sem þau giftu sig sem ég man svo vel, vegna þess að þegar gestir komu sýndi Anna brúðargjafirnar og ég smá stelpan forvitnaðist með. Þetta fyrsta sumar var ég líka að gæta tveggja systkinabarna Palla frænda míns þau Maríu Rebekku og Reyni. Það var mjög góður tími sem ég átti hjá þessum yndislega góða fólki í Bæum. Einnig voru á bænum foreldrar Palla, þau Jói og Bekka systir ömmu minnar ,og þrjú systkini Palla svo þetta var fjölmennt heimili fyrir utan börnin. Fysta sumarið mitt í Bæum var búið í gamla bænum, og verið var að byggja nýja húsið. Það var oft gestkvæmt í Bæum og mikið álag á húsmóðurina að halda svona mannmargt heimili. Anna var forkur til allra verka og snör í snúningum, og gustaði af henni þegar hún tók hrífu í hönd, því ekki var hún bara við eldhúsverkin og svo voru það líka mjaltirnar. Í sveitina  fór ég yfirleitt í byrjun maí og fór þaðan á haustin með sláturfénu í endaðan september. Ég tel það hafa verið mitt gæfuspor að hafa “alist upp“ hjá þessu sóma fólki sem sýndu mér ást og kærleika alla tíð. Ég sagði stundum við Önnu að hún hafi aldrei losnað við mig því ég hélt áfram að koma í Bæi með börnin mín í heimsókn á sumrin. Hún var mér sem önnur mamma. Hennar verður sárt saknað, engin Anna á Hlíf lengur. Við fjölskyldan kveðjum Önnu með söknuði og þökkum fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Rannveig S. Pálsdóttir

Bæta við leslista