no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Guðmundsdóttir

Fylgja minningarsíðu

19. nóvember 1942 - 15. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði þriðjudaginn 15 mars. Jarðaförin fer fram í kyrrþey.

Útför

Útför fer fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Eiginmaður Konráð G. Eggertsson. Börn þeirra Guðmundur Eggert, Lára, Haraldur Ágúst og Valborg Sigurlín. Tengdabörn Harpa, Robert, Ingibjörg og Róbert. Barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Aðstandendur vilja þakka heilbrigðisstarfsmönnum, sjúkraflutningsmönnum og öðrum sem aðstoðuðu í veikindum okkar ástkæru Önnu.

Elsku besta mamma

Sem lítil stelpa þá óttaðist ég alltaf þessa stundu, þegar að þú og pabbi mynduð yfirgefa mig. Ég hræddist það mjög mikið og gat ekki hugsað mér lífið án þín. Það sem ég er nú heppin að hafa átt þig í mínu lífi í tæp 50 ár. Þú hefur gefið öllum svo mikið og varst alltaf með opin faðm fyrir alla. Barnabörnin elskuðu að vera hjá þér öll sem eitt, mín börn fengu að njóta þess að vera hjá ykkur pabba í löngum fríum og eru það svo góðar minningar fyrir þau að eiga. Þú varst líka alveg ákveðin við þau og það er eitthvað sem þau minnast oft á "amma var svo ljúf og góð en hún var samt líka með reglur". Það er eitthvað sem þú hefur kennt mér sem foreldri að gefa af mér til minna barna, að vera í góðu sambandi við mín börn svo ekki sé minnst á maka. Þú tókst honum Róbert mínum svo vel og leið honum alltaf í þinni nærveru sem hann væri einn af okkur.

no image

Bæta við leslista

Elsku yndislega amma

Elsku amma mín.

no image

Bæta við leslista

Mín kæra mamma

Elsku mamma fékk sína hinstu hvíld þriðjudaginn 15.mars eftir 6 mánaða erfið veikindi. Það var sárt að sjá mömmu kljást við veikindi sín, en á sama tíma var hún svo ótrúlega sterk, jákvæð og þakklát.

no image

Bæta við leslista

Elsku besta amma okkar

Anna amma var sú besta. Það eru svo margar góðar minningar sem við eigum með ömmu (og afa auðvitað líka) og það er erfitt að koma þeim öllum niður á blað.

no image

Bæta við leslista

Kveðjuorð frá Lillý og Óla

Kallið er komið,

Bæta við leslista