no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Baldvinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

3. janúar 1934 - 8. apríl 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Amma mín í sveitinni

Amma kenndi mér að elska dýrin, fjöruna og súkkulaði. Hún kenndi mér mikilvægi þess að taka ljósmyndir, hjúkra vængbrotnum fuglum og að það væri í lagi að standa fast á sínu og vera stundum þver.Það voru forréttindi að fá að hjálpa ömmu síðustu árin og vera til staðar fyrir hana sem alltaf var til staðar. Nú ertu í sumarlandinu þínu og þar er vafalaust alltaf sauðburður, tími fyrir langar göngur, hænur til að gefa, nóg til af ís og fallegt sólarlag. Takk fyrir allt og bless elsku amma mín.

no image

Bæta við leslista