no image

Fylgja minningarsíðu

Andrés Sigurðsson

Fylgja minningarsíðu

18. mars 1934 - 17. apríl 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi lést á páskadagsmorgun 17. apríl 2022.

Útför

4. maí 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Kópavogskirkju.

Aðstandendur

Jensína Þórarinsdóttir, Þórarinn Hólm Andrésson, Sigríður Andrésdóttir, Linda Andrésdóttir, Þorsteinn Andrésson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Afi Andrés - kveðja

Hann Afi Andrés var góður afi og ég á eftir að sakna hans mikið. Hann var trésmiður og eftir hann liggja fjölmörg verk um allt land, allt frá vönduðum húsgögnum upp í hús og flugskýli. Hann vandaði alltaf til verka og fannst skemmtilegast þegar tími gafst til þess að vanda sig extra mikið. Hann var traustur. Stóð alltaf við sitt og ég held að það sé hægt að telja þá daga sem hann var fjarverandi frá vinnu á fingrum annarar handar.

no image

Bæta við leslista