no image

Fylgja minningarsíðu

Álfheiður Björnsdóttir

Fylgja minningarsíðu

15. febrúar 1931 - 25. október 2012

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Dídí

Mig langar með nokkrum orðum að minnast uppeldissystur mannsins míns hennar Dídíar eins og hún var oftast kölluð. Það var alltaf gott að koma til hennar og ætíð mátti hún vera að því að taka á móti okkur þegar við komum að norðan, sama á hvað tíma komið var. Hvert sinn sem við komum var fullt borð af kræsingum.

Bæta við leslista

Minningargrein

Hér sit ég og læt hugann reika, elsku amma mín er búin að kveðja sinni hinstu kveðju. Þó svo að ég hafi átt von á þessu þá er það alltaf erfitt þegar að kallið kemur. Ég á svo fjölmargar ljúfar og skemmtilegar minningar um hana ömmu mína. Hún veitti mér skjól þegar ég þurfti á því að halda, hjálparhönd þegar ég bað um hana og hlýju þegar ég þurfti. Það voru margar ferðirnar sem voru farnar í Hörgatúnið á sunnudögum í kaffi til ömmu, hún bakaði nefnilega heimsins bestu pönnukökur hvort sem þær voru með rjóma og sultu eða upprúllaðar með sykri. Oft reyndi hún að kenna mér þessa list að búa til góðar pönnsur en aldrei náði ég þessu rétt þó svo að viljinn væri fyrir hendi. En mér finnst gott að pönnukökupannan hennar sé hér og ég geti æft mig, en ég er löngu búin að sætta mig við að ég mun aldrei komast með tærnar þar sem hún hafði hælana í þessum bakstri. Amma hafði sannarlega græna fingur en það sást vel á garðinum hennar sem var eins og listaverk, öll blómin sem hún hafði sáð til snemma um vorið og kjallarinn var fullur af litlum pottum. Síðan var gróðursett og beðið eftir því hvað kom upp og hvað ekki, alltaf kom meirihlutinn upp. Amma var gríðarlega mikil handverkskona og allur útsaumurinn hennar var ofsalega fallegur hvort sem var á réttunni eða röngunni, hún kenndi mér að passa vel upp á fráganginn. Ég hugsa að það hafi enginn tölu á öllum þeim myndum eða munum sem hún lætur eftir sig en það eru alveg ógrynni. Amma var mjög ósérhlífin og ég held að hún hafi haft fleiri klukkustundir i sólarhringnum en margur annar því hún áorkaði svo rosalega miklu.

Bæta við leslista