no image

Fylgja minningarsíðu

Alexandra Eldey Finnbogadóttir

Fylgja minningarsíðu

15. október 2020 - 18. júní 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Kveðja frá Ömmu Önnu Björgu

Alexandra Eldey fæddist þann 15. október 2020 dóttir hjónanna Finnboga Darra Guðmundssonar fæddur 10. júní 1989 og Birgittu Jeanne Sigursteinsdóttir fædd 02. janúar 1990. Alexandra fæddist á Landsspítalanum og var litla fjölskyldan þá búsett í Dúfnahólum 4 Reykjavík. Ári seinna fluttu þau í nýju vogabyggðina í Reykjavík. Alex lifði tíma farsóttar, jarðskjálfta og eldgosa á sínum stutta lífstíma. Hún var elskuð og dáð. Hún var bráðskörp og fljót að fara að ganga og tala. Hún átti köttinn Tuma sem hún kallaði lengi vel Dúdda og sjálf sagðist Alex heita Gugga öllum að óvörum í tvo heila mánuði. Alexandra fór í útilegu með foreldrum sínum og heimsótti nokkrum sinnum í "Rauðusveitina" í laugardal/Miðdal þar sem hún elskaði róluna sína og heita pottinn, þar leið henni sýnilega vel einnig með sápukúluslátturvélina um garðinn. Hún elskaði að heimsækja ömmur og afa sína. Fá vöfflur, skonsur og annað góðgæti í Rauðagerði og einnig í Álfatúnið því þar bjó hundurinn Moli sem passaði vel uppá Alex. Alex var svo heppinn að hafa einka leikskólakennara (ömmu Önnu Björg) á meðan foreldrar hennar sóttu vinnu í 5 mánuði. Þá var mikið leikið, málað sungið og lesnar sögur. Einnig var Alex dugleg að vera úti á hverjum degi. Alexandra Eldey hafði verið í um einn mánuð á leikskólanum við Brietartún þegar lagt var af stað í sumarfrí til Úllu frænku í Madrid á spáni. Úlfhildur var föðursystir hennar og beið hún og börn hennar spennt eftir að fá litlu fjölskylduna loksins í heimsókn. En þá kom kallið eldsnökkt. Alexandra Eldey veiktist af bráðri heilahimmnubólgu og þrátt fyrir að læknar gerðu allt sem hægt var að gera fljótt og vel, dugði ekki til því Alexandra Eldey flaug inn í ljósið og lést á Hospital Clinco San Carlos hátæknisjúkrahúsinu í Madrid þann 18. júní 2022 aðeins 20 mánaða gömul

Bæta við leslista