no image

Fylgja minningarsíðu

Albert Haukur Daðason

Fylgja minningarsíðu

7. september 1925 - 1. október 2023

Útför

28. október 2023 - kl. 13:00

Jarðarförin fer fram í Skálholtskirkju þann 28.10.2023 KL. 13.00

Minning

Nú er Haukur allur og efalaust er hann feginn hvíldinni eftir 98 ár. Haukur frændi eins og hann er kallaður í minni fjölskyldu var einstaklega ættrækinn og minnugur, mér fannst með ólíkindum hvað hann mundi öll nöfn meira að segja á barnabörnum mínum sem eru 21. Ég kynntist honum fyrst svo ég muni eftir á ættarmóti sem var í Árnesi fyrir margt löngu en hann sagði mér að hann hefði verið tíður gestur á mínu heimili þegar ég var barnung. Hann og pabbi minn Sverrir voru systrasynir en mæður þeirra voru frá Eyrarbakka. Pabbi minn dvaldi oft hjá ömmu sinni á Eyrabakka þegar hann var að alast upp og þá var Haukur þar til heimilis ásamt Herði en þeir voru allir systrasynir. Það voru systurnar Vilborg, Guðlaug og Elínbjörg Guðjónsdætur frá Skúmstöðum sem voru mæður þeirra. Pabbi minn var líka ættrækinn og heimsótti oftast ættingja sína víða um land þegar hann var á ferðinni og hélt þannig góðum tengslum sem hafa ratað til mín. Þegar ég er að alast upp í Reykjavík þá var farið margar ferðir á Eyrabakka til að heimsækja langömmu og Eyþór son hennar sem bjó hjá henni. Ég á góðar minningar þar úr fjörunni að leik. Eftir ættarmót í Árnesi fór Haukur að hafa samband við okkur systur og hann kom oftar en einu sinni til okkar norður í land og dvaldi um tíma. Hann var mikill hestamaður eins og flestir vita og honum fannst ómögulegt að við værum ekki með hesta svo hann gaf börnunum okkar 2 folöld sem urðu vænstu hestar en við vorum ekki með aðstöðu fyrir hesta svo þeir voru seldir eftir nokkur ár. Haukur hélt sambandi með símhringingum og við heimsóttum hann þegar við vorum á Suðurlandi. Fyrst upp í Bergstaði og í Reykholt og síðan á elliheimilin þar sem hann dvaldi. Alltaf fylgdist hann vel með öllum og við fengum fréttir af ættingjum víðsvegar um landið meðal annars úr Vestmannaeyjum en þangað fórum við með honum 1998 og fengum höfðinglegar móttökur hjá frændfólkinu þar. Hann hló að mér allan tímann um borð í Herjólfi af því að ég gat ekki verið inni og mér var frekar óglatt, hann sagði að ég væri ekki efni í sjómann, veðrið var mjög gott og gott í sjóinn. Einnig fórum við fjöslkyldan það sama ár vestur í Dali og Haukur vildi að við töluðum við systurdóttur hans Guðlaugu til að fá gistingu sem við gerðum og ekki voru móttökurnar síðri þar.Mér er minnistætt þegar Guðlaug fór með okkur hringinn á Skarðsströndinni og sagði frá. Það var alltaf hlegið mikið og gantast þar sem Haukur var. Eitt sinn kom hann hérna norður og vildi fara á Hjalteyri að heimsækja ættingjana. Guðbjörn og Anna Lísa ráku veitingastað þar á staðnum, en þeir voru systrasynir. Ég hringdi fyrir hann og pantaði súpu fyrir okkur en við vorum 4, það var minnsta mál og við fórum. Þarna hittum við syni Karenar sem var systir ömmu og það var glatt á hjalla. Þegar við vorum að fara þá stóð Haukur upp og tók í hendina á Önnu Lísu og þakkaði fyrir góða súpu og gekk svo út. Ég held að hann hafi ekki átttað sig á að við vorum á veitingastað en ekki í heimahúsi svo við hin gerðum upp reikninginn með bros á vör. Hann Haukur tók óskaplega í nefið og eitt sinn þegar hann kom í heimsókn þá var barnabarn okkar hjá okkur, hann var um 10 ára þá og hann hafði aldrei séð menn taka í nefið. Honum varð á orði þegar hann sá Hauk snýta sér í tóbaksklútinn „hann snýtir sér í hipp hopp klút eins og kennarinn minn er með um hálsinn og stingur því svo í vasann“ það þurfti að ryksuga vel eftir dvölina hans því neftóbakið hafði dreyfst um allt en það var engin fyrirhöfn því Haukur var góður gestur. Þegar við hittumst á ættarmóti á Laugum í Sælingsdal þá var hann hneykslaður á frænku sinni sem sagðist ætla að fara sofa um miðnætti, hann sagðist ekki þurfa að sofa á ættarmóti. 

Bæta við leslista