no image

Fylgja minningarsíðu

Áki Jónsson

Fylgja minningarsíðu

4. júní 1938 - 19. janúar 2022

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, lést á líknardeild Landspítala þann 19.janúar.

Útför

28. janúar 2022 - kl. 13:00

Útför fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 28.janúar kl 13.

Hlekkur á streymi
Elsku afi,

kveðjustundir eru aldrei auðveldar en þá er gott að geta yljað sér við góðar minningar, sem ég á nóg af. Ég hef í raun alltaf haldið því fram að þú myndir lifa okkur öll af, bæði vegna þess hversu mikill yfirburðamaður þú varst og hvernig þú gerðir allt með bros á vör. Þú varst gæddur þeim einstaka hæfileika að láta manni líða eins og maður væri mikilvægastur. Þú sýndir mér alltaf svo mikinn áhuga og ég fann svo sannarlega hversu vænt þér þótti um mig.  Það er ekki annað hægt en að þykja einstaklega vænt um þig, þú gast talað við alla og sýndir öllu lífi fólks áhuga. Þú hafðir alltaf tíma bæði til að hlusta og rétta fram hjálparhönd. Plássið sem þú skilur eftir þig er því afar stórt.

Bæta við leslista

Elsku pabbi

Mínar fyrstu minningar af okkur eru af þér vera að segja mér sögu fyrir háttinn og af einhverri ástæðu voru þær alltaf um menn sem keyrðu vörubíla. En alltaf færði róandi röddin mig í svefninn. 

no image

Bæta við leslista