no image

Fylgja minningarsíðu

Ágúst Óskarsson

Fylgja minningarsíðu

13. maí 1949 - 30. ágúst 2024

Andlátstilkynning

Ágúst Óskarsson, íþróttakennari og stórkaupmaður í Mosfellsbæ, lést að morgni 30. ágúst 2024, 75 ára gamall.

Útför

27. september 2024 - kl. 11:00

Útför Ágústs verður frá Hallgrímskirkju föstudaginn 27. september kl. 11:00. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Erfidrykkja fer fram í Hlégarði í Mosfellsbæ.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Óskar Örn Ágústsson ~ Ásta Jenný Sigurðardóttir Silja Rán Ágústsdóttir Rosi ~ Rolf Rosi Heiðar Reyr Ágústsson og barnabörn.

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa HERU líknarheimaþjónustu og starfsfólki Landspítalans sérstakar þakkir fyrir umhyggju og umönnun.

Hægt er að styðja Ljósið til minningar um Ágúst.
Ágúst Óskarsson

Það var spennandi að fá nýjan íþróttakennara í Mosfellssveitina. Hann var snaggaralegur, vöðvastæltur og hress í viðmóti. Ágúst Óskarsson kom með nýjungar í kennsluna, var ákveðinn við okkur en alltaf sanngjarn. Ekki voru aðstæður til kennslu upp á marga fiska í Hlégarði þar sem kennslan fór fram. Þrátt fyrir það var alltaf tilhlökkun að fara í íþróttatíma til Ágústs. Margar góðar og ljúfar minningar tengi ég við Ágúst sem varð traustur og góður vinur minn þegar fram liðu stundir. Ágúst bauð mér að koma í sumarvinnu á hótelið að Laugum í Reykjadal þar sem ég var í nokkur sumur. Fyrsta ferðin okkar norður í land úr Mosfellssveitinni er minnisstæð. Við Ágúst fórum snemma vors norður í Lauga á flotta Toyota Crown bílnum hans sem var með plötuspilara sem þótti flott á þeim tíma. Við stoppuðum góða stund á Sunnuhvoli í Skagafirði hjá móðurforeldrum Ágústs. Foreldrar Ágústs, Óskar og Elín ráku hótelið á Laugum í mörg ár. Vorin og sumrin á Laugum voru afskaplega skemmtileg, margar góðar minningar og alltaf gott veður. Sund- og íþróttanámskeiðin á vorin voru alltaf skemmtileg og þar var Ágúst í essinu sínu við kennslu og þjálfun. Eftir að skóla og námskeiðum lauk var mikið að gera við að koma öllu í stand áður en hótelið opnaði. Ágúst þjálfaði okkur strákana í Reykjadalnum í knattspyrnu. Ágúst kenndi mér að ganga á höndum og áttum við það til að ganga á höndum hlið við hlið á gangstéttunum við Laugaskóla. Ógleymanlegar veiðiferðir í Laxárdal, Laxá í Mývatnssveit og Másvatn. Við veiddum oftast í Reykjadalsá. Ágúst kom iðulega með lax heim úr Reykjadalsánni enda góður veiðimaður.

Bæta við leslista

Kveðjugrein til pabba

Í dag erum við að kveðja föður, tengdaföður og afa sem vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni, vildi öllum vel og vildi allt fyrir alla gera. Hann kom sínum málum áfram af staðfestu og einurð en ekki með offorsi eða yfirgangi.

no image

Bæta við leslista