no image

Fylgja minningarsíðu

Aðalgeir Aðalsteinsson

Fylgja minningarsíðu

28. júní 1934 - 23. janúar 2024

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalgeir Aðalsteinsson, kennari, Lindarsíðu 4, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 23. janúar.

Útför

6. febrúar 2024 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13.

Aðstandendur

Sigrún Aðalgeirsdóttir - Þorsteinn Grétar Gunnarsson Helga Aðalgeirsdóttir - Óskar Ingi Sigurðsson Kristín Aðalgeirsdóttir - Sudeepto Chakraborty Sindri Geir, Almar Smári, Bergur Ingi, Aron Daniel, Ian Thor og langafabörn.

Góða ferð afi

Þrátt fyrir að hafa skrifað eitthvað yfir hundrað minningarorð er eins og hugurinn verði seigfljótandi þegar ég byrja að skrifa um afa. Þetta er gangur lífsins, en það er óraunverulegt að hann sé farinn. Afi var fasti í tilverunni, eins og fjöllin sem umlykja fjörðinn. Traustur, lætur storma lífsins ekki hreyfa sig úr stað, alltaf eins, alltaf gamall, teygir sig til himins. Nú er fjallið hrunið, eða kannski náði það taki á himninum og hóf sig til flugs. Ég tala oft um afa, enda gaf hann mér þá merkilegu gjöf að opna fyrir mér dyrnar að spírítismanum. Við ræddum eilífðina, læknamiðla og mátt bænarinnar. Afi var mikill trúmaður, en til að gæta þess að ég færi ekki að prédika einhverja vitleysu afhenti hann mér bókina Sumarlandið þegar ég hóf nám í guðfræði, þar væri nefnilega sannleikurinn.

no image

Bæta við leslista