no image

Fylgja minningarsíðu

Aðalbjörg Baldursdóttir

Fylgja minningarsíðu

3. september 1928 - 30. desember 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðalbjörg (Abel amma ) frábær kona

Það var svo skrítið að sjá mynd af henni á mbl. Fyrir mörgum árum passaði hún mig þegar ég var lítil, ég man svo vel að ég kallaði hana Abel ömmu. Ég man hvað hún og Bjarni voru svo góð við mig ég var mikið hjá þeim á Kleppsvegi. Hún var alveg frábær að sauma á mig fermingarfötin Ég er afar þakklát fyrir að fá að kynnast þeim. Blessuð sé minnings hennar ♥️❤🥰 kær kveðja Berglind H Þorsteinsdóttir

Bæta við leslista

Aðalbjörg frænka

Aðalbjörg Baldursdóttir móðursystir mín hefur verið hluti af lífi mínu alla tíð. Fyrir sextíu árum þegar ég var sex ára gömul lá ég á sjúkrahúsi og máttu fáir koma í heimsókn. Aðalbjörg heimsótti mig og sat hjá mér og er þessi minning mér mjög dýrmæt. Hún gaf mér teiknimyndablað um Lísu í Undralandi og tók það mig langan tíma að vinna með söguna. Ég á margar minningar um Aðalbjörgu frænku frá því ég var barn og einnig í seinni tíð. Það var gaman að koma á heimili Aðalbjargar og Bjarna því þar var margt að skoða, gauksklukka, babúskur, plötuspilari og ýmis konar góðgæti í boði, því Bjarni var í siglingum. Einnig kom Aðalbjörg oft í heimsókn til okkar og fylgdi því gleði og gott samfélag, Sólveig var með og var mikið leikið. Aðalbjörg var mjög hæf saumakona og var auðvelt að leita ráða hjá henni. Ég minnist með gleði hvernig hún saumaði á mig stúdentsdragt, hjálpaði mér með og útfærði brúðarkjólinn minn frábærlega. Það var gott að heimsækja Aðalbjörgu og hún kom nokkrum sinnum til okkar til Vestmannaeyja. Seinustu ár hittust þær oft, Aðalbjörg og Jónína, móðir mín, og var mikið skrafað og skraflað. Aðalbjörg var félagslynd, ferðaðist víða, átti marga vini og sinnti ættingjum sínum vel. Þau systkinin frá Stóruvöllum í Bárðardal, Aðalbjörg, Jónína, Sigríður og Steinar voru í góðu sambandi, góðir vinir og hittust reglulega. Aðalbjörg var elst svo hópurinn verður ekki samur eftir. Ég er þakklát fyrir samfylgd og ég bið þess að fjölskylda og vinir finni frið og huggun Drottins á þessum dögum. Sólveig og Haukur fá innilegar samúðarkveðjur, einnig Þórdís, Aðalbjörg Lillý og Bjarni Þór.

Bæta við leslista