no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafía Pétursdóttir

Fylgja minningarsíðu

1. september 1913 - 20. febrúar 2003

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Magnúsi Siguroddssyni

Ólafía Pétursdóttir uppáhaldsfrænka mín lést föstudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Hún fæddist 1913 og hefði orðið 90 ára hinn 1. september næstkomandi. Hún fluttist með foreldrum sínum, Pétri Magnússyni og Guðrúnu Ólafsdóttur, frá Eyri í Kjós til Reykjavíkur snemma á tuttugustu öld og bjó alla tíð á Nönnugötu 9 sem nú heitir Nönnugata 7. Óljóst man ég eftir Guðrúnu móður hennar en hún lést fyrir 1950.

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðfinnu Guðrúnu Guðmundsdóttur

Mig langar að minnast frænku minnar Ólafíu Pétursdóttur og þakka fyrir samfylgdina í rúm fimmtíu ár. Þegar ég horfi til baka streyma fram ótal minningar og ég hugsa til hennar af mikilli virðingu og hlýhug.

Bæta við leslista

Kveðja frá Þorbergi Guðmundssyni

Í dag kveðjum við frænku mína, Ólafíu Pétursdóttur. Það er mannbætandi að fá að þekkja slíka manneskju, sem Lóa var. Hún var mild kona, en ákveðin; fróð og fylgin sínum skoðunum. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún andlegu atgervi sínu til hinstu stundar.

Bæta við leslista

Kveðja frá Einari og Sólveigu Helgu

Í dag verður til moldar borin elskuleg frænka og vinur, Lóa af Nönnugötunni. Þegar sest er niður og skrifuð minningarorð um þá merku konu leitar hugurinn aftur í tímann til Nönnugötu-áranna því þar áttum við mörg gott skjól í gegnum tíðina. Þegar mest lét bjuggu þar fjórar fjölskyldur með þeim feðginum Pétri og Lóu. Börnin voru mörg og oft fjörmikið líf sem fylgdi þeim hópi. Þá strax varð Lóa hluti af fjölskyldu allra þeirra sem þar bjuggu.

Bæta við leslista

Kveðja frá Boga og Lindu

Ólafía Pétursdóttir kvaddi þennan heim með sömu reisn og einkenndi hennar persónu allt hennar líf. Tæplega níræð fór Ólafía þeirra erinda gangandi að morgni til að kaupa afmælisgjöf handa einum af fjölda nákomenda sem hún ræktaði af kærleik og hlýju alla tíð. Um hádegi kom hún heim og fékk sér súpu með Önnu frænku sinni. Að loknum málsverði eftir að Anna kvaddi settist hún í stólinn sinn til að hvíla sig.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sigrúnu Jóhannesdóttur

Ég vil með örfáum orðum kveðja Lóu frænku. Mæður okkar voru systradætur. Margrét móðir mín var frá Eilífsdal og á uppvaxtarárum sínum dvaldi hún oft á Eyri, æskuheimili Lóu. Ég leit nánast á þær sem systur. Ég var fimm ára þegar ég gisti fyrst á Nönnugötu 7, þar sem Lóa bjó með foreldrum sínum eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Í þessu litla húsi bjuggu lengi fjórar fjölskyldur, þeirra á meðal Gróa móðursystir mín, sem bjó í risinu ásamt manni sínum og tveimur dætrum. - Ég minnist þeirra stunda þegar Lóa og Gróa komu í heimsókn að Heiðarbæ á sumrin. Mér fannst þær svo glaðar og skemmtilegar, og þær voru líka svo fínar! Þegar ég var á fimmtánda ári heimsótti ég Lóu eitt sinn, og þá bauð hún mér á skemmtikvöld hjá Tónlistarfélaginu í Iðnó. Fyrir mér var það mikil upplifun að hlusta á Tónlistarfélagskórinn og einsöng Guðmundu Elíasdóttur. Hjá Lóu bjó ég líka í nokkra mánuði þegar ég fór í fyrsta skipti að heiman í vinnu. Síðan hefur Nönnugatan verið fastur punktur í tilverunni. Í kjallaranum bjó Siguroddur, frændi Lóu, ásamt Fanneyju konu sinni og fimm börnum. Og á hæðinni bjó svo Anna frænka okkar ásamt Guðmundi eiginmanni sínum og fjórum sonum. Fólkið í þessu litla og snotra húsi var sem ein fjölskylda, og átti Lóa sinn stóra þátt í að skapa þá samheldni sem þar ríkti. Á síðari árum höfðu þær Lóa og Anna mikinn stuðning hvor af annarri. Og eftir að kraftar Lóu tóku að þverra, má þakka Önnu, sonabörnum hennar og raunar öllum börnunum sem þarna ólust upp, að Lóa skyldi geta dvalið heima hjá sér til síðasta dags. Hún var ung og hress í anda til hinstu stundar og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Við spjölluðum lengi saman í síma daginn áður en hún sofnaði út af í stólnum sínum. - Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Lóu í öll þessi ár og notið vináttu hennar og umhyggju.

Bæta við leslista

Kveðja frá Margréti og Gerði Gunnarsdætrum

Lóa frænka. Það er dapurlegt að hugsa til þess að hún prýði ekki lengur samkomur stórfjölskyldunnar með nærveru sinni. Hún var ein af elstu fulltrúum móðurættar okkar og óhætt að segja, að nú hefur brostið dýrmætur hlekkur í kynslóðakeðjunni.

Bæta við leslista

Kveðja frá Pétri og Grétu

Sælir eru hjarthreinir, sælir eru hógværir. Þetta kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar við minnust Lóu frænku. Lýsingin er einföld, en svona var Lóa. Við minnumst ljúfrar konu sem skilur eftir ótal minningar í gegnum árin.

Bæta við leslista