13. maí 2022

Hvernig skrifa á gott æviágrip

no image

Hið vanabundna æviágrip er með nokkuð fast mótuðu sniði. Við skoðum hefðina og gefum góð ráð um hvernig gott æviágrip er framsett og tillögur að hvernig brjóta má upp formið og grípa lesandan.

Vaninn við skrif á æviágripi á Íslandi kemur frá því formi sem notað er af Morgunblaðinu, þar sem flestar dánartilkynningar eru birtar. Þetta klassíska form æviágrips er stuttur texti með grunn upplýsingum um hinn látna / hina látnu. Það er stutt og hnitmiðað og inniheldur oft langa upptalningu á ættmennum, menntun og störfum ásamt því hvar og hvenær andlát bar að og að lokum hvaðan og hvenær útförin fer fram.

„Til að gera æviágrip áhugavert og grípandi er tilvalið að auðga það með persónulýsingu“

Á Minningar.is er tækifæri til að brjóta upp hið vanabundna form æviágrips og því tilvalið að skrifa grípandi persónulýsingu og kafa dýpra í viðburði og tímamót í ævi viðkomandi og gera æviágripið þannig áhugavert og eftirminnilegt. Hér má skoða gott dæmi um grípandi og vel fram sett æviágrip.

Inngangur æviágrips

Í fyrstu málsgrein æviágrips eru skrifaðar upplýsingar um hvar og hvenær hinn látni / hin látna fæddist og lést og hugsanlega ástæðu andláts er við á.

no image
no image

Fjölskyldutengsl

Eftir stuttum inngangi með grunn upplýsingum er vaninn að snúa sér að fjölskyldutengslum. Hér eru talin upp nöfn foreldra (stundum með upptaliningu á foreldrum þeirra), systkina, maka, barna og barnabarna, með fæðingar- og dánardegi, og starfsheiti eins og við á.

Ævi og störf

Í þessum kafla æviágrips er stiklað á stóru í ævisögu hins látna / hinnar látnu. Fjallað er um skólagöngu og menntun, auk starfsferils. Hér er líka tækifæri til að segja frá atburðum sem markað hafa tímamót eða hverju því sem höfundi æviágrips þykir áhugavert og skemmtilegt í lífshlaupi þeirra sem skrifað er um.

no image

Um hinn látna/hina látnu

Í kaflanum um hinn látna/hina lántu er tilvalið að nýta tækifærið og kafa aðeins dýpra. Ekki er hefð fyrir því að skrifa perósnulýsingar í æviágripi en ekki þarf að halda fast í hefðirnar á Minningar.is heldur hefur höfundur frjálsari hendur en ella. Það sem oft gleymist að skrifa um en er það sem flestir minnast með hlýju er hvernig persónuleiki manneskjan var, hvað hún hafði til að bera og hvað fólk heillaðist af í fasi hennar og háttum.

Spurningar sem höfundur getur spurt sig við skrifin:
Hvernig manneskja var hann/hún?
Hver voru hennar helstu áhugasvið?
Hvar naut hún sín best?

no image

Útför

Venja er að minnast á útför í lok æviágrips en á Minningar.is hafa upplýsingar um útför verið fylltar inn áður en kemur að því að skrifa æviágrip og þær birtast sem hluti af yfirliti á minningarsíðu, og er því ekki nauðsynlegt að bæta þessum upplýsingum inn í æviágripið.

Undirskriftir og dagsetning

Á Minningar.is þar sem minningin mun lifa í lengri tíma en vanalegt æviágrip í blöðunum, er hjálplegt að dagsetja æviágripið. Síðan er hægt að koma að því aftur og til dæmis bæta nýjum ættmennum í upptalninguna eftir því sem þeir koma í heiminn. Ekki er nauðsynlegt, eins og í minningargreinum, að skrifa nafn höfundar og er það því valfrjálst.

no image
no image

Ljósmyndir og myndbönd

Fátt segir betur sögu fólks en ljósmyndir. Í æviágripi er hvoru tveggja hægt að setja myndir inni í málsgrein og hlaða upp fjölda mynda í myndagalleríið. Við hvetjum höfunda æviágripa til að gefa sér tíma í að hlaða upp myndum frá ýmsum æviskeiðum, til að gera æviágripið meira grípandi fyrir augað.

Tengdar greinar